
Björn Steinar og Siggi Tomm taka við verðlaunum sínum. Lengst til vinstri er Sigurður Valur Sverrisson eigandi PingPong og til hægri er Ingibjörg Magnúsdóttir mótsstjóri. Ljósm. Einar Jóel
Langstærsta pílumót sem haldið hefur verið á Akranesi
Irish Open mótið í 501 tvímenningi í pílukasti fór fram í Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum fimmtudaginn 4. júlí. Alls mættu 37 lið til leiks sem er næstum tvöföldun frá síðasta ári. Margir af bestu pílukösturum landsins tóku þátt sem og fólk sem hefur aldrei tekið þátt í pílumóti áður. Mótið tókst vel en því stýrði Ingibjörg Magnúsdóttir, en verðlaun voru frá PingPong. Guðmundur Sigurðsson hjá Keilufélagi Akraness og félagar í Pílufélagi Akraness skipulögðu mótið og sáum um framkvæmd þess.