
Adda Sigríður Ásmundsdóttir í leik Íslands gegn Finnlandi. Ljósmyndir: Karfan.is
Vestlendingar á Norðurlandamóti
Norðurlandamót U-16 hjá stúlkum og drengjum í körfubolta hófst miðvikudaginn 3. júlí í Kisakallio í Finnlandi og lauk nú á mánudaginn. Í U16 stúlknaliði Íslands voru m.a. Adda Sigríður Ásmundsdóttir úr Snæfelli en í U16 drengja liði Íslands voru tveir vestlenskir drengir, þeir Sturla Böðvarsson úr Snæfelli og Jón Árni Gylfason úr Skallagrími.