Íþróttir

true

Árlegt Borðeyrarmót í bridds var spilað um helgina

Á laugardaginn var árlegt mót í tvímenningi í bridds haldið í skólahúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð. Færð og veður var með albesta móti miðað við árstíma og skartaði Hrútafjörðurinn sínu fegursta í síðvetrarblíðunni. Mót þetta hefur getið sér gott orð meðal spilara og er jafnan uppselt á það. Þátt í því eiga kvenfélagskonur á svæðinu…Lesa meira

true

Gísli Laxdal til ÍA á ný

Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við Gísla Laxdal Unnarsson sem kemur frá Val og hefur skrifað undir þriggja ára samning sem gildir út tímabilið 2027. Gísli lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 í 3. deild með Skallagrími á láni frá ÍA þar sem hann lék sex leiki og skoraði tvö mörk og spilaði einnig tvo leiki…Lesa meira

true

Sigur í síðasta leik í blakinu

Blaklið UMFG spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu á föstudaginn, en stelpurnar heimsóttu þá Álftanes II. Grundarfjörður byrjaði leikinn af krafti og leiddi alla fyrstu hrinuna þangað til hún kláraðist 21-25 og gestirnir því komnar í 0-1 stöðu. Heimastelpur í Álftanesi bitu frá sér í annarri hrinu og sigruðu hana 25-19 og jöfnuðu því metin…Lesa meira

true

Garðar Hólm sigurvegari í fimmgangi

Annað mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum var í gærkvöldi í Faxaborg í Borgarnesi. Keppt var í fimmgangi. Þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og var mikið um glæsisýningar. Sigurvegari kvöldsins varð Garðar Hólm á gæðingshryssunni Kná frá Korpu og keppti hann fyrir lið Hestalands. Efst í einstaklingskeppninni eftir fyrstu tvö mótin eru þau Anna Dóra…Lesa meira

true

Snæfell í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap

Snæfell heimsótti Hamar í Hveragerði í gær í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta. Hamar var í harðri baráttu um heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina á meðan Snæfell var öruggt inn í úrslitakeppnina. Liðin skiptust á forystu í fyrsta leikhluta en gestirnir úr Stykkishólmi náðu yfirhöndinni þegar Matt Treacy kom gestunum í 11-15 og var fín stemning…Lesa meira

true

KFG bjargaði Skallagrími frá falli

Skallagrímur heimsótti Fjölni í Grafarvog í gær, í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta. Fyrir leikinn var Skallagrímur í harðri baráttu um sæti sitt í deildinni en liðið var í harðri baráttu við KFG um að halda sæti sínu í deildinni. Frábær hittni heimamanna í Fjölni á upphafsmínútum leiksins kom gestunum á óvart og náðu…Lesa meira

true

Tapleikur hjá ÍA en deildarmeistarar engu að síður

ÍA heimsótti Selfoss í síðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær. Skagamenn voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér efsta sætið og þátttökurétt í Bónus deildinni á næsta tímabili. Selfoss var hins vegar í harðri baráttu um að komast inn í úrslitakeppni 1. deildar og því spennandi leikur framundan á Selfossi. Leikurinn var…Lesa meira

true

Ísak Birkir var í harði baráttu um gullið

Keilufélag Akraness átti þrjá af átta í undanúrslitum Íslandsmóts einstaklinga í keilu sem fram fór um liðna helgi. Úrslit voru spiluð í gær og mættust þeir félagar, Íslandsmeistarar í tvímenningi, Mikael Aron Vilhelmsson og Ísak Birkir Sævarsson frá Keilufélagi Akraness. Heitasti keilari landsins, Mikael Aron, fór með sigur af hólmi eftir hnífjafnan leik en þetta…Lesa meira

true

Guðrún Karítas tvíbætti Íslandsmetið í lóðakasti

Bandaríska háskólameistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið um helgina í Virginíu í Bandaríkjunum. Meðal keppenda var Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, frjálsíþróttakona og Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024. Guðrún gerði sér lítið fyrir og bætti árangur sinn tvisvar á mótinu; með því að kasta fyrst 22,83 metra og bætti þar með Íslandsmetið um 39 cm. Hún bætti um…Lesa meira

true

Skallagrímur með mikilvægan sigur í fallbaráttunni

Skallgrímur tók á móti Hamri frá Hveragerði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudaginn. Skallagrímur sat fyrir leikinn á botni 1. deildar með 10 stig á meðan lið Hamars var í þriðja sæti með 28 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og var mikil stemning í varnarleik þeirra á upphafsmínútunum. Í stöðunni 8-8…Lesa meira