
Kristófer Már Gíslason og bróðir hans, Guðbjartur Máni, reyna að verjast leikmönnum Selfoss á mánudag. Ljósm. Selfoss karfa.
Tapleikur hjá ÍA en deildarmeistarar engu að síður
ÍA heimsótti Selfoss í síðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær. Skagamenn voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér efsta sætið og þátttökurétt í Bónus deildinni á næsta tímabili. Selfoss var hins vegar í harðri baráttu um að komast inn í úrslitakeppni 1. deildar og því spennandi leikur framundan á Selfossi. Leikurinn var hnífjafn í fyrsta leikhluta en gestirnir frá Akranesi náðu forystu undir lok leikhlutans og leiddu, 24-25.