Íþróttir
Khalyl Waters treður boltanum í körfuna gegn Skallagrími fyrr á tímabilinu. Ljósm. Bæring Nói.

Snæfell í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap

Snæfell heimsótti Hamar í Hveragerði í gær í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta. Hamar var í harðri baráttu um heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina á meðan Snæfell var öruggt inn í úrslitakeppnina. Liðin skiptust á forystu í fyrsta leikhluta en gestirnir úr Stykkishólmi náðu yfirhöndinni þegar Matt Treacy kom gestunum í 11-15 og var fín stemning hjá gestunum. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann en Snæfell leiddu eftir fyrsta leikhluta, 25-27.

Snæfell í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap - Skessuhorn