
Þrír efstu á Íslandsmóti einstaklinga í keilu. F.v. Ísak Birgir Sævarsson, Mikael Aron Vilhlemsson og Gunnar Þór Ásgeirsson. Ljósm. klí.
Ísak Birkir var í harði baráttu um gullið
Keilufélag Akraness átti þrjá af átta í undanúrslitum Íslandsmóts einstaklinga í keilu sem fram fór um liðna helgi. Úrslit voru spiluð í gær og mættust þeir félagar, Íslandsmeistarar í tvímenningi, Mikael Aron Vilhelmsson og Ísak Birkir Sævarsson frá Keilufélagi Akraness. Heitasti keilari landsins, Mikael Aron, fór með sigur af hólmi eftir hnífjafnan leik en þetta er annað árið í röð sem Ísak Birkir spilar í úrslitum um Íslandsmeistarartiltil einstaklinga í keilu. Af öðrum afrekum á mótinu má nefna að Magnús Sigurjón Guðmundsson náði fullkomnum 300 leik en þess má geta að hann tók 22 fellur í röð. Tómas Freyr Garðarsson komst einnig í undanúrslit með jafnri og góðri spilamennsku.