Íþróttir

true

Birna Rún og Kristófer Áki fyrirmyndar leikmenn ÍA

Í gær fór fram lokahóf yngri flokka hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Fyrirmyndar leikmenn yngri flokka voru valin þau Birna Rún Þórólfsdóttir og Kristófer Áki Hlinason. Kristófer fékk Kiddabikarinn og Birna fékk TM-bikarinn. „Við óskum þessum hæfileikaríku leikmönnum til hamingju,“ segir í tilkynningu frá KFÍA.Lesa meira

true

Dregið hefur verið í VÍS bikarkeppni karla og kvenna

Dregið var í 32ja lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í dag. VÍS bikar úrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars 2024 þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit í karlaflokki kl. 14:00 miðvikudaginn 25. október.…Lesa meira

true

Snæfell tapaði stórt fyrir Grindavík

Snæfell lék sinn fyrsta heimaleik í vetur í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur. Snæfell þurfti að þola stórskell á móti Haukum í fyrstu umferðinni og það var ljóst í byrjun leiks að það var ennþá smá skjálfti í heimakonum eftir þann leik. Þær komust ekki á…Lesa meira

true

Deildin að rúlla af stað í keilunni

Þrátt fyrir ákveðna óvissu um starf Keilufélags Akraness er keppni í 1. deild karla í keilu farin að stað á þessu tímabili. Fyrsti leikur ÍA í efstu deild karla var spilaður í gærkvöldi og vann liðið öruggan 10-4 sigur á liði ÍR-A. Best spilaði Ísak Birkir Sævarsson sem náði 705 skori í þremur leikjum sem…Lesa meira

true

Dean ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍA

Dean Martin hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA með áherslu á styrktarþjálfun og þróun ungra leikmanna. Frá þessu er greint á FB síðu félagsins en fram kemur að Dean hefur mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Dean hefur spilað 169 leiki fyrir ÍA og skorað 20 mörk en einnig á hann fjölda…Lesa meira

true

Sunna Rún valin í U-17

Knattspyrnukonan Sunna Rún Sigurðardóttir hefur verið valin í U-17 ára landsliðið sem tekur þátt í undankeppni EM í Póllandi dagana 10.-19. október. Landsliðið mun æfa 7.-9. október í Miðgarði í Garðabæ áður en haldið verður út til Póllands. Liðið á leik við gestgjafana Pólland fimmtudaginn 12. október og mætir síðan Írlandi sunnudaginn 15. október. Sunna…Lesa meira

true

Margar bætingar; þrjú Akranesmet og landsliðslágmark á Turbomóti

Síðastliðinn laugardag tóku 19 sundmenn frá ÍA þátt í Turbomóti Ármanns sem var mjög fjölmennt mót með yfir 320 keppendur. Óhætt er að segja að sundfólkið af Akranesi hafi átt glæsilega byrjun á tímabilinu en á mótinu var það með 41 bætingu, þrjú Akranesmet voru slegin og landsliðslágmörkum náð. „Það er alltaf gaman að byrja…Lesa meira

true

Snæfell og Skallagrímur spiluðu æfingaleik

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram æfingaleikur körfuknattleiksliða karla hjá Snæfelli í Stykkishólmi og Skallagrími í Borgarnesi. Spilað var í Hólminum. Leikar fóru þannig að Skallagrímur bar sigur úr býtum með 99 stigum gegn 92 stigum heimamanna. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið til að sjá hvaða þætti leiksins þarf að bæta í lokaundirbúningi fyrir Íslandsmótið. Sjá…Lesa meira

true

Héldu til Bretlands til að keppa í glímu

Fimmtudaginn 24. ágúst síðastliðinn lagði hópur frá Glímufélagi Dalamanna af stað og var ferðinni heitið suður með sjó. Tilgangur ferðarinnar var keppnisferð til Bretlands sem hófst á backhold (hryggspenna) æfingu í Vogum með öðrum glímuiðkendum sem komu víða að en Glímusamband Íslands stóð fyrir æfingunni. Hópurinn hélt svo áfram til Glasgow en þaðan var ekið…Lesa meira

true

Septemberpútt í blíðskapar veðri

Fimmtíu og átta púttarar frá Reykjanesbæ, Kópavogi, Akranesi, Ísafirði, Hvammstanga og heimafólk mættu til leiks í Septemberpútti að Hamri í Borgarnesi 14. september sl. Mótið fer árlega fram annan fimmtudag í september. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið. Svo skemmtilega hefur viljað til að þá er alltaf blíðskapar veður. Veðurguðinn brást ekki…Lesa meira