Íþróttir

true

Víkingur vann sigur á botnliðinu í lokaleiknum

Víkingur Ólafsvík tók á móti KV í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Gestirnir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar Askur Jóhannsson skoraði fyrir KV úr vítaspyrnu en aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Abdelhadi Khalok fyrir Víking. Björn Axel Guðjónsson kom síðan Víkingi yfir eftir tæpan hálftíma…Lesa meira

true

Kári með sigur á Magna í síðasta leik sumarsins

Kári og Magni mættust í lokaumferð 3. deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Það var mikil orka í leikmönnum í fyrri hálfleik, heimamenn í Kára voru þó með yfirhöndina og áttu nokkur færi sem þeim tókst ekki að nýta. Fyrsta mark leiksins kom sex mínútum fyrir hálfleik eftir frábæra sókn…Lesa meira

true

Drífa vann tvöfalt á HM öldunga í badminton

Skagakonan Drífa Harðardóttir tók í vikunni þátt í heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem haldið var í Jeonjy í Kóreu. Mótið er haldið annað hvert ár en Drífa var tvöfaldur heimsmeistari frá síðasta móti í tvíliðaleik og tvenndarleik. Drífu var raðað númer eitt í styrkleika á mótinu í báðum greinum en hún tók þátt í tvíliðaleik…Lesa meira

true

Landslið fatlaðra kepptu í keilu á Akranesi

Um helgina fóru fram vináttuleikar fatlaðra í keilu þar sem landslið Svía sótti Ísland heim. Þar leiddu saman hesta sína átta einstaklingar úr landsliðum fatlaðra frá Íslandi og Svíþjóð og fór keppnin fram í Keilusal Akraness við Vesturgötu. Þar átti ÍA tvo fulltrúa og voru það Tómas Freyr Garðarsson og Jóhanna Nína Karlsdóttir sem kepptu…Lesa meira

true

Þýðingarmikill leikur í Njarðvík í dag

Í dag klukkan 14 fer fram afar þýðingarmikill leikur fyrir karlalið ÍA í fótbolta. Spilað verður við Njarðvík á Rafholtsvellinum syðra. Eins og staðan er núna í deildinni eru Skagamenn líklegastir til að fara beint upp og lið Aftureldingar, Fjölnis, Vestra og Leiknis R. á leið í umspil um hitt sætið sem gefur þátttökurétt í…Lesa meira

true

Skagakonur með stórsigur á Smára í styrktarleik

ÍA tók á móti liði Smára í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Leikurinn var styrktarleikur fyrir fjölskyldu Violetu Mitul leikmanns Einherja sem lést af slysförum um síðustu helgi. Leikmenn beggja liða, dómarar og flestir hinna 192 áhorfenda á leiknum, lögðu sitt af mörkum og komu 398 þúsund krónur…Lesa meira

true

Skagakonur með styrktarleik fyrir lið Einherja

Kvennalið ÍA í knattspyrnu leikur í kvöld sinn síðasta heimaleik á tímabilinu þegar ÍA og Smári eigast við í Akraneshöllinni klukkan 19.15 og er um afar mikilvægan leik að ræða því lið ÍA er í hörku baráttu um að komast upp í Lengjudeildina á næsta tímabili. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnufélagi ÍA kemur fram að leikurinn…Lesa meira

true

Góð skráning á opið íþróttamót Dreyra

Opið íþróttamót Dreyra og Íslandsbanka fór fram helgina 18.-20. ágúst á Æðarodda á Akranesi. Keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi í öllum aldursflokkum. Góð skráning var á mótið en þær voru alls 130. Á mótið mættu fulltrúar frá öllum hestamannafélögum á Vesturlandi auk keppenda frá nokkrum hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu.Lesa meira

true

Víkingur Ó. vann góðan sigur á KF og á enn möguleika

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði KF úr Fjallabyggð í 2. deild karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Björn Axel Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins og sitt ellefta mark í sumar fyrir Víking á 24. mínútu og staðan 1-0 Víkingi í vil í hálfleik. Luke Williams kom Víkingi í…Lesa meira

true

Skagakonur komnar í góða stöðu eftir sigur á KH

Það var nokkuð ljóst snemma leiks í leik ÍA og KH í 2. deild kvenna í knattspyrnu, sem fram fór í Akraneshöllinni á laugardaginn, að heimakonur ætluðu sér sigur því þær fengu strax nokkur færi án þess þó að ná að nýta þau. ÍA varð fyrir áfalli á 21. mínútu þegar hin leikreynda Unnur Ýr…Lesa meira