Íþróttir
Leikmenn ÍA og Smára ásamt dómurum fyrir leikinn í gær. Ljósm. FB síða KFÍA.

Skagakonur með stórsigur á Smára í styrktarleik

ÍA tók á móti liði Smára í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Leikurinn var styrktarleikur fyrir fjölskyldu Violetu Mitul leikmanns Einherja sem lést af slysförum um síðustu helgi. Leikmenn beggja liða, dómarar og flestir hinna 192 áhorfenda á leiknum, lögðu sitt af mörkum og komu 398 þúsund krónur inn í söfnunina á leiknum. Frábært framtak og Knattspyrnufélag ÍA hvetur einnig önnur lið til þess að gera slíkt hið sama og sýna í verki hvað fótboltasamfélagið á Íslandi getur verið fallegt. „Við erum hrærð yfir þessum viðbrögðum og sendum okkar hjartans kveðjur til allra sem lögðu söfnuninni lið og innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Violetu Mitul,“ segir á FB síðu KFÍA.

Skagakonur með stórsigur á Smára í styrktarleik - Skessuhorn