Íþróttir
Skagamenn byrjuðu tímabilið á öruggum sigri á ÍR. Ljósm aðsend

Deildin að rúlla af stað í keilunni

Þrátt fyrir ákveðna óvissu um starf Keilufélags Akraness er keppni í 1. deild karla í keilu farin að stað á þessu tímabili. Fyrsti leikur ÍA í efstu deild karla var spilaður í gærkvöldi og vann liðið öruggan 10-4 sigur á liði ÍR-A. Best spilaði Ísak Birkir Sævarsson sem náði 705 skori í þremur leikjum sem er 235 að meðaltali. Með næst besta árangur var Halvar Hagen Nilsen með 674 skori og meðaltali upp á 224. Halvar er norskur landsliðsmaður sem gekk til liðs við Skagamenn fyrir skömmu og mun leika einhverja leiki með liðinu á þessu tímabili. Magnús Sigurjón Guðmundsson var síðan með 585 skor og meðaltalið 195.

Deildin að rúlla af stað í keilunni - Skessuhorn