Íþróttir

Snæfell tapaði stórt fyrir Grindavík

Snæfell lék sinn fyrsta heimaleik í vetur í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur. Snæfell þurfti að þola stórskell á móti Haukum í fyrstu umferðinni og það var ljóst í byrjun leiks að það var ennþá smá skjálfti í heimakonum eftir þann leik. Þær komust ekki á blað í fyrsta leikhluta fyrr en eftir tæpan þriggja mínútna leik í stöðunni 0:12. Dagný Inga Magnúsdóttir setti þá niður þrist og kom þeim á blað og um miðjan leikhlutann var staðan 5:18 Grindavík í vil. Lítið gekk í framhaldinu hjá Snæfelli að minnka muninn gegn sterku liði Grindavíkur þar sem bæði lið skoruðu tíu stig og staðan 15:28 eftir fyrsta sett. Í öðrum leikhluta var stigamunurinn á milli liðanna yfirleitt í kringum tíu stigin en á síðustu mínútunni áttu gestirnir góðan sprett og náðu 14 stiga forskoti, staðan 34:48 í hálfleik.

Snæfell tapaði stórt fyrir Grindavík - Skessuhorn