
Birna Rún og Kristófer Áki fyrirmyndar leikmenn ÍA
Í gær fór fram lokahóf yngri flokka hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Fyrirmyndar leikmenn yngri flokka voru valin þau Birna Rún Þórólfsdóttir og Kristófer Áki Hlinason. Kristófer fékk Kiddabikarinn og Birna fékk TM-bikarinn.