Íþróttir

true

Kári með frábæran sigur á toppliði Reynis í markaleik

Kári og Reynir Sandgerði áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni í skjóli fyrir óveðrinu sem geisaði úti. Gestirnir komust yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Julio Cesar Fernandes en Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin fyrir Kára um miðjan hálfeikinn þegar hann fékk boltann eftir…Lesa meira

true

Borgfirðingar höfðu betur í lokaviðureign púttkeppni sumarsins

Síðasta púttkeppni sumarsins hjá eldri borgurum á Akranesi og í Borgarbyggð fór fram að Hamri í Borgarnesi fimmtudaginn 31. ágúst. Keppnin átti upphaflega að fara fram 10. ágúst en var frestuð vegna fráfalls Þorvaldar Valgarðssonar, formanns íþróttanefndar Feban. Veður var mjög gott á úrslitadaginn þegar 55 keppendur mættu til leiks. Fyrir mótið voru Akurnesingar með…Lesa meira

true

Skagamenn einir á toppnum eftir sigur á Þór

Eftir að hafa tapað fyrir Fjölni í byrjun júní á heimavelli hafa Skagamenn unnið sigur í tólf leikjum af síðustu fimmtán í Lengjudeild karla í knattspyrnu, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Á tímabili virtist lið Aftureldingar á leið beint upp í Bestu deildina og eftir 9-0 sigur liðsins á liði Selfoss 21.…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir Árborg í síðasta heimaleik sumarsins

Það var aðeins eitt mark skorað í leik Skallagríms og Árborgar í 4. deild karla í knattspyrnu sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi og voru það gestirnir sem fóru heim með öll þrjú stigin í farteskinu. Það var lítið um færi og nánast engin í fyrri hálfleiknum þar sem liðin spiluðu mjög skipulagðan varnarleik.…Lesa meira

true

Birkir Þór tekur við sem íþróttastjóri Leynis

Golfklúbburinn Leynir á Akranesi hefur ráðið Birki Þór Baldursson til að taka við keflinu sem íþróttastjóri klúbbsins. Birkir mun hefja störf að fullu síðar í haust en byrjar strax í næstu viku með golfæfingar fyrir nemendur við afreksbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Birkir Þór sem er fæddur árið 1997 og stundar nám í golfkennaraskóla PGA…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu á móti Haukum í hörkuleik

Það var ansi mikið undir í gærkvöldi þegar lið Hauka og ÍA mættust í 2. deild kvenna í knattspyrnu á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fyrir viðureignina var ÍA með 32 stig í öðru sætinu og Haukar í því þriðja með 31 stig en Haukar leikið einum leik meira í deildinni. Með sigri hefðu Skagakonur getað náð…Lesa meira

true

Reynir tapaði fyrir Létti í lokaleiknum

Síðasti leikur sumarsins hjá liði Reynis Hellissands í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu fór fram á laugardaginn. Þar mættu þeir Létti á ÍR velli í Breiðholti og urðu að sætta sig við sitt sjöunda tap í röð í deildinni. Þetta byrjaði þó ágætlega hjá Reyni því eftir tæpan hálftíma leik kom Daníel Áki…Lesa meira

true

Skagamenn komnir upp að hlið Aftureldingar eftir sigur á Selfossi

ÍA og Selfoss áttust við á Akranesi í Lengjudeild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Norðurálsvelli. Fyrir leik var mínútu þögn til að minnast Einars Skúlasonar sem lést laugardaginn 19. ágúst en Einar var mikill stuðningmaður félagsins í gegnum tíðina. Fyrsta færi leiksins fékk fyrrum leikmaður ÍA, Guðmundur Tyrfingsson, á elleftu mínútu…Lesa meira

true

Skallagrímur með dramatískan sigur á Álftanesi

Það var alvöru dramatík og nóg af mörkum í leik Álftaness og Skallagríms í 4. deild karla í knattspyrnu sem fram fór síðasta fimmtudag á OnePlus vellinum á slóðum forsetans. Heimamenn höfðu veika von með að halda sér uppi með sigri en Skallarnir vissu það að þeim nægði jafntefli til að halda sæti sínu í…Lesa meira

true

Kári með góðan sigur á Ými

Eftir að hafa fengið aðeins eitt stig af níu mögulegum úr síðustu þremur leikjum sínum var ljóst að leikmenn Kára ætluðu sér ekkert annað en sigur þegar þeir mættu botnliði Ýmis í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn í Akraneshöllinni. Káramenn stilltu upp nokkuð breyttu liði frá síðasta leik þar sem fjórir leikmenn voru…Lesa meira