Íþróttir
Skagamenn eru á toppi Lengjudeildarinnar í fyrsta skipti í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler

Skagamenn einir á toppnum eftir sigur á Þór

Eftir að hafa tapað fyrir Fjölni í byrjun júní á heimavelli hafa Skagamenn unnið sigur í tólf leikjum af síðustu fimmtán í Lengjudeild karla í knattspyrnu, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Á tímabili virtist lið Aftureldingar á leið beint upp í Bestu deildina og eftir 9-0 sigur liðsins á liði Selfoss 21. júlí var ekkert sem benti til annars því liðið var með 35 stig í efsta sæti deildarinnar á meðan ÍA var með 24 stig. Síðan þá hefur Afturelding aðeins fengið fimm stig úr síðustu sex leikjum sínum og eru komnir niður í annað sætið á eftir ÍA með 40 stig á meðan Skagamenn eru efstir með 43 stig þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu.

Skagamenn einir á toppnum eftir sigur á Þór - Skessuhorn