
Arnleifur fékk rautt spjald á móti Selfossi. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Skagamenn komnir upp að hlið Aftureldingar eftir sigur á Selfossi
ÍA og Selfoss áttust við á Akranesi í Lengjudeild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Norðurálsvelli. Fyrir leik var mínútu þögn til að minnast Einars Skúlasonar sem lést laugardaginn 19. ágúst en Einar var mikill stuðningmaður félagsins í gegnum tíðina.