Íþróttir
Rannveig Lind Egilsdóttir og Þórhallur Teitsson tóku á mót bikarnum fyrir hönd Borgarbyggðar liðsins. Ljósm. Baldur Á Magnússon

Borgfirðingar höfðu betur í lokaviðureign púttkeppni sumarsins

Síðasta púttkeppni sumarsins hjá eldri borgurum á Akranesi og í Borgarbyggð fór fram að Hamri í Borgarnesi fimmtudaginn 31. ágúst. Keppnin átti upphaflega að fara fram 10. ágúst en var frestuð vegna fráfalls Þorvaldar Valgarðssonar, formanns íþróttanefndar Feban.

Borgfirðingar höfðu betur í lokaviðureign púttkeppni sumarsins - Skessuhorn