
Úr leik Skallagríms og Árborgar. Ljósm. glh
Skallagrímur tapaði fyrir Árborg í síðasta heimaleik sumarsins
Það var aðeins eitt mark skorað í leik Skallagríms og Árborgar í 4. deild karla í knattspyrnu sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi og voru það gestirnir sem fóru heim með öll þrjú stigin í farteskinu. Það var lítið um færi og nánast engin í fyrri hálfleiknum þar sem liðin spiluðu mjög skipulagðan varnarleik. Það var þó meiri krafa á sigur Árborgar því þeir eru í hörku baráttu um að komast upp um deild við lið KFK og Tindastóls sem eiga einmitt leik á morgun í síðasta leik 17. umferðar. Staðan 0-0 í hálfleik og áhorfendur, sem voru fjölmargir í blíðunni í Borgarnesi gær, vonuðust eftir meira fjöri í seinni hálfleik.