
Markaskorarar Kára í leiknum á móti Reyni voru hressir eftir leik. Frá vinstri: Bræðurnir Helgi Rafn og Sigurjón Logi og Hektor Bergmann. Ljósm. vaks
Kári með frábæran sigur á toppliði Reynis í markaleik
Kári og Reynir Sandgerði áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni í skjóli fyrir óveðrinu sem geisaði úti. Gestirnir komust yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Julio Cesar Fernandes en Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin fyrir Kára um miðjan hálfeikinn þegar hann fékk boltann eftir fyrirgöf við vítateigslínu og setti hann snyrtilega í netið. Helgi Rafn Bergþórsson kom síðan Kára í forystu sjö mínútum fyrir hálfleik þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu en Keston George sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann skoraði fyrir gestina rétt fyrir leikhléið, staðan 2-2.