Íþróttir

true

Víkingur heldur toppsætinu þrátt fyrir markalaust jafntefli

Víkingur Ólafsvík gerði á föstudagskvöldið markalaust jafntefli gegn KV á KR vellinum í Frostaskjóli. Víkingar höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína en varð að sætta sig við eitt stig í Vesturbænum. Þrátt fyrir það er liðið enn á toppi 2. deildar með 23 stig, þremur stigum meira en KFA og KFG. Dalvík/Reynir er í fjórða…Lesa meira

true

Naumt tap hjá Skallagrími

Karlalið Skallagríms tapaði naumlega gegn knattspyrnufélaginu Hlíðarenda (KH), 2:3 í leik sem spilaður var á Borgarnesvelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn var KH þremur stigum ofar í stigatöflunni en Skallagrímur var í áttunda sæti. Því var leikurinn mikilvægur báðum liðum til að spyrna sér úr botnbaráttunni. Gestirnir frá KH byrjuðu betur í leiknum og náðu forystunni…Lesa meira

true

Skagakonur hentu frá sér sigrinum á lokamínútunum

Það stefndi allt í öruggan sigur Skagakvenna, og þar með toppsætið í 2. deildinni, þegar Álftanes kom í heimsókn á Akranesvöll í gærkvöldi. Þegar komið var fram í uppbótartíma og Skagakonur leiddu í stöðunni 3:1 skoruðu gestirnir af Álftanesi tvívegis og náðu í óvænt stig og heimaliðið missti af tækifærinu að koma sér á topp…Lesa meira

true

Reynir tapaði stórt fyrir Úlfunum

Reynir Hellissandi og Úlfarnir léku á laugardaginn í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu á miðri Ólafsvíkurvöku og var leikurinn á gervigrasvellinum í Snæfellsbæ. Það var ljóst snemma í leiknum að heimamenn áttu við ofurefli að etja enda voru Úlfarnir í öðru sæti deildarinnar. Haukur Steinn Ragnarsson kom Úlfunum yfir eftir rúman korters leik…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir Árborg

Árborg og Skallagrímur áttust við í áttundu umferð 4. deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Jáverk-vellinum á Selfossi. Skallagrímsmenn hófu leikinn af krafti, pressuðu heimamenn hátt uppi á vellinum en voru kannski aðeins of djarfir í byrjun. Aron Freyr Margeirsson kom Árborg yfir á 5. mínútu og síðan skoraði Kristinn Sölvi…Lesa meira

true

Víkingur hélt toppsætinu með þriðja sigrinum í röð

Víkingur Ólafsvík tók á móti Þrótti Vogum í toppslag í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Víkingur komst yfir í leiknum á 21. mínútu þegar Mikael Hrafn Helgason skoraði úr endurtekinni vítaspyrnu eftir að Þórhallur Ísak Guðmundsson markvörður Þróttar hafði varið fyrra vítið. Aðeins mínútu síðar tvöfaldaði Daði Kárason…Lesa meira

true

Skagamenn enn á sigurbraut eftir sigur á Þór

Fjórði sigurleikur ÍA í röð í Lengjudeild karla í knattspyrnu leit dagsins ljós í gærkvöldi þegar þeir unnu stórsigur á liði Þórs frá Akureyri á Norðurálsvelli á Akranesi. Skagamenn byrjuðu af miklum krafti og þá helst hægra megin þar sem Gísli Laxdal Unnarsson var sprækur og skapaði nokkur færi með hraða sínum sem ekki tókst…Lesa meira

true

Skagakonur unnu öruggan sigur á botnliði Smára

Smári og ÍA mættust í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á gervigrasvellinum við Fagralund í Kópavogi. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Auður Erla Gunnarsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Smára og Erna Björt Elíasdóttir bætti síðan við öðru marki fyrir ÍA á 35. mínútu…Lesa meira

true

Ólík svipbrigði Gunnars – myndasyrpa

Ein af þeim keppnisgreinum sem unnið hafa sér fastan sess á Landsmóti UMFÍ 50+ er stígvélakast. Mótið fór eins og kunnugt er fram í Stykkishólmi um Jónsmessuna og þóttist takast vel. Stígvélakastinu, upphitun og keppni, stýrði heimamaðurinn Gunnar Svanlaugsson; íþróttakennari, fyrrum skólastjóri, fararstjóri og altmúlíg maður. Gunnar á ekki í minnstu vandræðum með að láta…Lesa meira

true

Kári vann nauman en góðan sigur á Árbæ

Lið Kára og Árbæjar tókust á í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi fyrir framan nánast fulla stúku í Akraneshöllinni. Fyrir leik sátu Káramenn í níunda sæti í deildinni með níu stig á meðan gestirnir úr Árbænum voru í 3. til 4. sæti með 17 stig ásamt Kormáki/Hvöt. Það var því ljóst að með…Lesa meira