Íþróttir

true

Kristín sló Íslandsmet og hreppti brons og silfur á HM

Heimsmeistaramótið í klassískum lyftingum fór fram í St. Julians á Möltu síðastliðna helgi. Á mótinu kepptu þrír keppendur frá Íslandi en tveir þeirra eru Vestlendingar. Borgfirðingurinn Kristín Þórhallsdóttir hlaut silfurverðlaun á mótinu fyrir samanlagðan árangur í -84 kg flokki. Hún lyfti 210 kg í hnébeygju og hlaut brons í þeirri grein en einnig hreppti hún…Lesa meira

true

Víkingur Ó. tapaði á móti KFA fyrir austan

Knattspyrnufélag Austfjarða og Víkingur Ólafsvík tókust á í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Zvonimir Blaic kom heimamönnum á bragðið á 17. mínútu og staðan í hálfleik 1-0 KFA í vil. Um miðjan seinni hálfleik fóru hlutirnir að gerast. Tvö rauð spjöld fóru á loft á…Lesa meira

true

Mikill hasar og dramatík í leik Kára og Kormáks/Hvatar

Kári og Kormákur/Hvöt áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn í Akraneshöllinni. Leikurinn fór fjörlega af stað, spennustigið var mjög hátt og þó nokkuð um pústra milli leikmanna liðanna. Káramenn vildu fá vítaspyrnu eftir um tíu mínútna leik þegar þeir töldu að það hefði verið brotið á Guðfinni Þór…Lesa meira

true

Yngstur í sögunni til að spila og skora fyrir ÍA

Knattspyrnumaðurinn Daniel Ingi Jóhannesson varð á föstudaginn yngsti leikmaður í sögu Knattspyrnufélags ÍA til að skora mark fyrir lið sitt. Hann er sömuleiðis yngsti leikmaður sögunnar til að spila fyrir félagið. Markið sem Daniel Ingi skoraði var gegn liði Ægis í Þorlákshöfn og var sömuleiðis eina mark leiksins og því sérlega mikilvægt. ÍA er nú…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði á móti Vængjum Júpíters

Vængir Júpíters og Skallagrímur mættust í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á rennblautum gervigrasvelli Fjölnis við Egilshöll. Heimamenn komust yfir í leiknum strax á 5. mínútu með marki Sigurðar Agnars Arnþórssonar og voru með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn. Skallagrímsmenn voru heppnir að vera ekki tveimur til þremur mörkum undir…Lesa meira

true

Kári vann Hvíta riddarann í hörkuleik

Kári tók á móti liði Hvíta riddarans úr Mosfellsbæ í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin vel varin fyrir rokinu og rigningunni í Akraneshöllinni. Í fyrri hálfleik voru gestirnir skeinuhættari og líklegri til að ná forystu. Bæði lið fengu nokkur hálffæri en báðum liðum gekk illa að ná góðu spili og…Lesa meira

true

Víkingur Ó. með góðan sigur á Haukum

Víkingur Ólafsvík og Haukar áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en Abdelhadi Khalok kom heimamönnum yfir eftir átta mínútur í seinni hálfleik. Luis Romero Jorge tvöfaldaði forystu Víkings á 66. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. Öruggur 2-0 sigur…Lesa meira

true

Markasúpa með mjög vondu bragði

Það er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á markaveislu þegar Hafnir og Reynir Hellissandi mættust í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var viðureignin í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ. Eftir sjö mínútna leik höfðu heimamenn í Höfnum séð til þess að boltinn hafði hafnað þrisvar sinnum í netinu, staðan…Lesa meira

true

Íþróttamót Hestamannafélagsins Borgfirðings

Íþróttamót Borgfirðings og Líflands fór fram á annan í Hvítasunnu í Borgarnesi. Rúmlega 80 skráningar voru á mótið og þótt veðurspáin hafi ekki verið góð, slapp þetta ótrúlega vel til og fór ekki að rigna fyrr en í síðustu úrslitunum og í skeiðkeppninni. Fjórgangur opinn flokkur Nr. 1. Halldór Sigurkarlsson og Karen frá Hríshóli 6,67…Lesa meira

true

Kári í neðri hlutanum eftir tap á móti KFS

KFS og Kári áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Týsvelli í Vestmannaeyjum. Fyrir leik voru bæði lið með einn sigur í farteskinu eftir fjóra leiki í neðri hluta deildarinnar og þurftu því nauðsynlega á stigum að halda. Í fyrri hálfleik voru Káramenn meira með boltann en ógnuðu…Lesa meira