Íþróttir

true

Tilhlökkun þegar æfingar hófust hjá Brimi BJJ

Það var margt um manninn á loftinu á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi í gærkvöldi. Þá fór þar fram fyrsta æfing haustsins hjá Brimi BJJ undir stjórn Valentin Fels Camilleri. Valentin kennir þar bardagaíþróttina brasilískt jiu-jitsu og var jafnframt haldið upp á fimm ára afmæli stöðvarinnar með köku að lokinni æfingu. Um fjörutíu iðkendur mættu á…Lesa meira

true

Tomasz Luba ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvík

Tomasz Luba tekur til þjálfun knattspyrnuliðs Víkings Ólafsvík að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Tilkynnt var um ráðningu hans í heimasíðu liðsins um helgina. Hann mun jafnframt gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka Víkings/Reynis. Allt frá því að Brynjar Kristmundsson, núverandi þjálfari Vikings, tilkynnti í sumar að hann myndi láta af störfum í haust fór af stað sögusagnir…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði í annarri deildinni

Tuttugasta umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu var leikin á laugardaginn. Lið Kára fékk lið Ægis í heimsókn í Akraneshöllina. Skemmst er frá því að segja að lið Kára sá aldrei til sólar í leiknum. Strax á 7. mínútu leiksins náði Atli Rafn Guðbjartsson forystunni fyrir Ægi og á þeirri 43. bætti Jordan Adeyemo við…Lesa meira

true

Skagamenn sitja sem fastast á botni Bestu deildarinnar

ÍA og ÍBV áttust við í gær í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli. Fyrir leikinn var lið ÍA í botnsæti deildarinnar og þurfti því sárlega á stigum að halda. Eyjamenn voru mun sterkari í leiknum en tókst ekki að nýta færi sín í fyrri hálfleik. Þorlákur Breki Þ.…Lesa meira

true

Með síðustu tækifærum Skagamanna að forða sé frá falli

Sex leikir verða í dag spilaðir í Bestu deild karla í knattspyrnu. Afturelding tekur á móti FH, Vestri á móti KR, ÍBV á móti ÍA á Hásteinsvelli, Stjarnan á móti KA, Fram á móti Val og Víkingur á móti Breiðabliki. Skagamenn eru nú komnir í mjög þrönga stöðu í deildinni, sitja á botninum með 16…Lesa meira

true

Tvíburasystur áfram í landsliðshópi U-16

Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U-16 kvenna, hefur valið leikmannahóp til æfinga dagana 9. og 10. september næstkomandi. Æfingarnar fara fram á Avis vellinum hjá Þrótti í Reykjavík. Fulltrúar ÍA í hópnum eru tvíburasysturnar Nadía Steinunn og Elía Valdís Elísdætur. En þær voru einnig báðar í æfingahópi U-16 fyrr í þessum mánuði. Þess má geta að…Lesa meira

true

Guðrún Karítas setti glæsilegt Íslandsmet í sleggjukasti

Um síðustu helgi fór Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fram á Selfossi þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins tók þátt. Borgfirðingar áttu þar sína fulltrúa. Í sleggjukasti kvenna kastaði Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frá Vatnshömrum, sem keppir fyrir ÍR, lengst allra eða 71,38 m sem er glæsilegt nýtt Íslandsmet og í fyrsta sinn sem hún kastar sleggjunni…Lesa meira

true

Tap og sigur Vesturlandsliðanna

Vesturlandsliðin Kári Akranesi og Víkingur Ólafsvík spiluðu bæði leiki í annarri deildinni á laugardaginn. Kári hélt austur og mætti KFA á SÚN vellinum. Heimamenn höfðu betur, sigruðu 2-1. Jawed Boumeddane og Marteinn Már Sverrisson skoruðu fyrir KFA en Sigurjón Logi Bergþórsson minnkaði mun Kára. Eftir leikinn er KFA áfram í 8. sæti deildarinnar og nú…Lesa meira

true

Erla Karitas hetja Skagakvenna

Kvennalið ÍA í fótbolta tók á móti Haukum í leik í Lengjudeildinni sl. fimmtudag. Erla Karitas Jóhannesdóttir var hetjan heimakvenna og skoraði bæði mörkin í endurkomusigri Skagakvenna. Mark gestann gerði Ragnheiður Tinna Hjaltalín. Skagakonur eru nú á býsna öruggum stað um miðbik deildarinnar með 21 stig eftir 16 umferðir. ÍBV trónir á toppnum með 43…Lesa meira

true

Fjórir leikmann Skagaliða í leikbann

Aganefnd KSÍ úrskurðaði í gær fjóra leikmenn liða af Akranesi í leikbann á fundi sínum. Baldvin Þór Berndsen leikmaður meistaraflokks ÍA var úrskurðaður í eins leiks bann vegna brottvísunar í leik gegn Víkingi. Hann missir því af leik við ÍBV sem fram fer í Vestmannaeyjum um aðra helgi. Þá voru Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, Marteinn Theodórsson…Lesa meira