
Íslandsmót golfklúbba 2024 í 2. deild karla í flokki 50 ára og eldri fór fram á Vestmannaeyjavelli 22.-24. ágúst. Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi sendi vaska sveit til leiks sem gerði sér lítið fyrir og landaði gullinu við erfiðar aðstæður og hörku keppni. Sveitin var skipuð þeim Pétri Vilbergi Georgssyni, Kristvini Bjarnasyni, Þórði Má Jóhannessyni, Þórði…Lesa meira