
Hinrik Harðarson skoraði sitt fimmta mark í sumar á móti KR. Hér í leik gegn Breiðablik fyrr í sumar. Ljósm. gbh
Skagamenn töpuðu gegn KR
KR og ÍA tókust á í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin á Meistaravöllum í Frostaskjólinu. Skagamenn komust yfir í leiknum á tíundu mínútu þegar Viktor Jónsson náði skalla inn fyrir vörn KR á Hinrik Harðarson sem kom boltanum fram hjá Guy Smit, markmanni KR, úr þröngu færi og í netið. En KR-ingar voru ekki lengi að svara fyrir sig því aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Benóný Breki Andrésson metin fyrir heimamenn og staðan 1-1.