Íþróttir
Þjálfarateymi Kára; Andri Júlíusson, Aron Ýmir Pétursson og Alexander Aron Davorsson. Ljósm. vaks

Kári tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Magna

Knattspyrnufélag Kára frá Akranesi vann stórsigur á liði Magna frá Grenivík á útivelli á föstudagskvöldið og þeir biðu síðan spenntir í rútunni á heimleið eftir úrslitum úr leik Augnabliks og Árbæjar sem hófst seinna um kvöldið. Jafntefli varð niðurstaðan í þeim leik sem þýddi að Kári gat fagnað af miklum móð sæti sínu í 2. deild á næsta tímabili.

Kári tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Magna - Skessuhorn