
Leynismenn hressir eftir sigurinn. Ljósm. gsí
Leynir landaði gullinu í Eyjum
Íslandsmót golfklúbba 2024 í 2. deild karla í flokki 50 ára og eldri fór fram á Vestmannaeyjavelli 22.-24. ágúst. Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi sendi vaska sveit til leiks sem gerði sér lítið fyrir og landaði gullinu við erfiðar aðstæður og hörku keppni.