
Viktor Ingi Jakobsson og Hörður Óli Þórðarson kátir eftir sigur gegn RB. Ljósm. hig
Skallagrímur upp úr fallsæti eftir stórsigur á RB
Skallagrímur tók á móti RB á Skallagrímsvelli á laugardaginn. Um var að ræða næstsíðustu umferð 4. deildar karla í knattspyrnu en liðin voru í tveimur neðstu sætum deildarinnar fyrir leikinn, RB var með 8 stig en Skallagrímur með 14. Heimamenn í Skallagrími voru án tveggja lykilleikmanna sem tóku út leikbann. Markahæsti leikmaðurinn, Snorri Sölvason, var fjarri góðu gamni sem og Carlos Saavedra. Nokkur úrkoma og vindur var í Borgarnesi þegar þessi mikilvægi leikur var spilaður og byrjuðu gestirnir úr RB með vindinn í bakið.