
Liðsmenn Pílufélags Akraness voru sáttir eftir mótið. Ljósm. PFA
Skagamenn stóðu sig vel í pílunni
Pílufélag Akraness tók þátt í Íslandsmóti félagsliða í pílu um helgina og fór mótið fram með pompi og prakt í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur á Tangarhöfða. Gunni Hó komst í átta manna úrslit í einmenningi en féll úr leik eftir hörku viðureign við Hallgrím Egilsson frá Pilukastfélagi Reykjavíkur. Hallgrímur er margreyndur landsliðsmaður og hefur orðið Íslandsmeistari í greininni. A-lið PFA, sem var skipað þeim Sigga Tomm, Gunna Hó, Stefáni Bjarka Ólafssyni og Steinari Sævarssyni, komst einnig í átta liða úrslit í liðakeppninni en tapaði fyrir Pílufélagi Skagafjarðar í oddaleik.