Íþróttir
Frá pílumótinu Irish Open sem var haldið á Írskum dögum í byrjun júlí. Ljósm. PFA

Pílufélag Akraness fær aðild innan ÍA

Í tilkynningu á FB síðu Pílufélags Akraness kemur fram að félagið er orðið aðildarfélag innan Íþróttabandalags ÍA. Með aðildinni fær pílufélagið sína eigin aðstöðu og getur í framhaldinu boðið upp á æfingar fyrir börn og unglinga sem er mjög mikilvægt fyrir framtíð pílunnar á Akranesi. Meðan beðið er eftir að félagið fái sína eigin aðstöðu mun það stunda æfingar og keppa þar sem keilusalurinn er með aðstöðu eða niðri í kjallaranum á Vesturgötu.

Pílufélag Akraness fær aðild innan ÍA - Skessuhorn