Íþróttir

true

Skallagrímur tapaði í framlengdum leik á Akureyri

Skallagrímur heimsótti Þór frá Akureyri á föstudag í fimmtu umferð 1. deildar karla í körfubolta. Skallagrímur var með tvo sigra og tvö töp í fyrstu fjórum umferðum en heimamenn frá Akureyri voru án sigurs í deild. Skallagrímur var með nýjan leikmann í sínum röðum en Hilmir Hallgrímsson hefur samið um að vera á venslasamningi frá…Lesa meira

true

Fjórði sigur Skagamanna í röð

ÍA og Snæfell mættust í fimmtu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Liðin höfðu farið misvel af stað í deildinni, ÍA var með þrjá sigra í röð á meðan Snæfell hafði tapað síðustu þremur leikjum sínum. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að heimamenn…Lesa meira

true

Þrenn bronsverðlaun á Evrópumeistaramóti

Erla Ágústsdóttir úr Borgarnesi tók þátt í Evrópumeistaramóti undir 23 ára í lyftingum um helgina, en mótið fór fram í Póllandi. Erla náði frábærum árangri en hún nældi í þrenn brons verðlaun á mótinu en samanlagt lyfti hún 213 kg; 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu.Lesa meira

true

Snæfellskonur töpuðu stórt á móti Ármanni

Snæfell og Ármann áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Fyrir leik voru bæði lið ósigruð, Snæfell hafði unnið fyrstu tvo leikina í deildinni og gestirnir fyrstu þrjá og ljóst að það myndi breytast í leikslok. Heimakonur byrjuðu af krafti og komust í 8:0 og…Lesa meira

true

Sigurjón Logi valinn bestur hjá Kára

Káramenn héldu lokahóf með ÍA á laugardagskvöldið á Jaðarsbökkum þar sem menn fögnuðu frábæru sumri sem endaði með sigri Kára í 3. deild. Leikmenn og þjálfarar völdu besta og efnilegasta leikmann sumarsins. Besti leikmaður Kára var valinn Sigurjón Logi Bergþórsson, efnilegasti leikmaðurinn var Arnór Valur Ágústsson og Sigurjón Logi varð markahæsti leikmaður Kára með 12…Lesa meira

true

Einar lyfti 240 kg í bekkpressu

Íslandsmeistaramót í bekkpressu með búnaði fór fram um helgina í húsakynnum Breiðabliks. Alls luku 12 þátttakendur keppni. Einar Örn Guðnason keppti fyrir hönd Kraftlyftingafélags Akranes og varð hann Íslandsmeistari í -120 kg flokki karla með lyftu upp á 240 kg. Einar á fyrir tvö Íslandsmet sem hann setti árið 2018, þá í -105 kg flokki…Lesa meira

true

Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík b

Keflavík b og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og var viðureignin í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Jafnt var 4:4 eftir tæpar þrjár mínútur þegar gestirnir gáfu í og náðu 14-4 áhlaupi þar sem miðherjinn Carlotta Ellenrider fór á kostum sem þýddi að staðan var 8:18 fyrir Snæfelli eftir fyrsta leikhluta.…Lesa meira

true

Snæfell tapaði á heimavelli

Snæfell í Stykkishólmi tók á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell var búið að vinna einn sigur í deildinni á meðan gestirnir höfðu unnið tvo. Liðin byrjuðu bæði með harðan varnarleik en þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta hófu gestirnir áhlaup.…Lesa meira

true

ÍA með stórsigur í Borgarnesi

Skallagrímur mætti ÍA á föstudaginn í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfubolta. Bæði lið voru með tvo sigurleiki og einn tapleik í fyrstu þremur umferðunum en nokkuð er um meiðsli í herbúðum Skallagríms, en Almar Orri Kristinsson, Ragnar Magni Sigurjónsson, Bergþór Ríkharðsson og Jure Boban eru allir meiddir. Mikill hiti var í upphafi leiks…Lesa meira

true

Bæði Snæfellsliðin fá erfiða andstæðinga í bikarnum

Dregið var í hádeginu í dag í 16-liða úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta. Karla- og kvennalið Snæfells voru þar í potti en 16-liða úrslitin verða leikin dagana 7.-9. desember næstkomandi. Bæði lið fengu útileiki í sínum viðureignum, en karlalið Snæfells heimsækir úrvalsdeildarlið Álftaness en kvennalið Snæfells heimsækir úrvalsdeildarlið Grindavíkur.Lesa meira