Íþróttir

true

Skagamenn skelltu Þórsurum í jöfnum leik

Það var mikil spenna í leik ÍA og Þórs Akureyri sem fram fór á föstudagskvöldið í 1. deild karla í körfuknattleik. Spilað var á Jaðarsbökkum. Fyrir leik voru liðin jöfn ásamt Selfossi með fjögur stig í 7.-9. sæti deildarinnar eftir sex umferðir og því mátti búast við jöfnum leik. Þórsarar voru í leit að sínum…Lesa meira

true

Árgangamót ÍA fór fram í Akraneshöll

Það var ágætis stemning á Árgangamóti ÍA sem fram fór á laugardaginn í Akraneshöllinni. Mótið hefur fest sig í sessi sem vinsæll viðburður hjá knattspyrnumönnum sem eru flestir komnir af léttasta skeiði og tilþrifin eftir því. Tólf lið voru skráð karla megin og fjögur lið hjá konunum. Mikil barátta var um bikarinn í deildunum þremur…Lesa meira

true

Erna Björt skrifar undir hjá ÍA

Erna Björt Elíasdóttir, sem er fædd árið 2002, hefur skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA sem gildir út leiktíðina 2025. Ebba, eins og hún er yfirleitt kölluð, kemur upp úr yngri flokka starfi ÍA og spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2019. Samtals hefur hún spilað 51 deildarleik og skorað 16 mörk í þeim…Lesa meira

true

Sundfólk ÍA gerði góða hluti á Íslandsmótinu

Tólf sundmenn frá ÍA tóku þátt á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Á mótinu voru 184 keppendur frá 15 félögum. Þrír Íslandsmeistaratitlar komu í hús hjá ÍA og átta unglingameistaratitlar. Samtals voru þetta ellefu gull, tólf silfur og ellefu brons yfir helgina. Einnig voru sett þrjú íslensk unglingamet,…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu á móti ÍR

ÍR og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í Breiðholti. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan tímann í fyrsta leikhluta en höfðu samt ekki nema fjögurra stiga forskot þegar heyrðist í flautunni, staðan 15:11 fyrir ÍR. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta þar sem ÍR…Lesa meira

true

Skallagrímur vann sigur á Snæfelli í hörkuleik

Snæfell og Skallagrímur mættust í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Stykkishólmi. Gestirnir úr Borgarnesi byrjuðu betur og komust í 0-7 en Snæfell kom sér hægt og rólega inn í leikinn og komst fyrst yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Jaeden King hitti þá úr…Lesa meira

true

Silfur á Skagann á Íslandsmóti í tvímenningi í keilu

Helgina 4. og 5. nóvember fór fram Íslandsmót í tvímenningi í keilu í Egilshöll. Íslandsmótið var fremur erfitt þar sem langur olíuburður er á annarri brautinni en stuttur á hinni og reynir því á kænsku og heppni keppanda. ÍA átti fjögur pör af 17 á mótinu. Forkeppni og milliriðill fóru fram á laugardeginum og komust…Lesa meira

true

Hefja í kvöld aðaltvímenning BB

Í kvöld klukkan 20 hefst aðaltvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar. Um er að ræða fjögur stök kvöld þar sem árangur þriggja bestu telur til úrslita. Spilað er í Logalandi í Reykholtsdal og eru allir velkomnir. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar í mótinu fyrir ári síðan.Lesa meira

true

Fjórða tap Snæfells í röð

Leikmenn Snæfells í körfuknattleik gerðu sér ferð í höfuðborgina í gær þegar þeir léku á móti Ármanni í fyrstu deild karla og var leikurinn í Laugardalshöllinni. Snæfellingar fundu ekki alveg fjölina sína í byrjun leiks og lentu undir 10:2. Þeir náðu síðan að laga aðeins stöðuna með því að skora næstu fimm stig og staðan…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir Sindra í sveiflukenndum leik

Skallagrímur tók á móti liði Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins en gestirnir vöknuðu af værum blundi og höfðu náð að jafna metin í 8:8 um miðjan fyrsta leikhluta. Þegar leikhlutanum lauk var enn…Lesa meira