Íþróttir
Skallagrímur tapaði á heimavelli fyrir Sindra, lokatölur 65:77. Ljósm. glh

Skallagrímur tapaði fyrir Sindra í sveiflukenndum leik

Skallagrímur tók á móti liði Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins en gestirnir vöknuðu af værum blundi og höfðu náð að jafna metin í 8:8 um miðjan fyrsta leikhluta. Þegar leikhlutanum lauk var enn jafnt, 18:18, og átturnar í aðalhlutverki. Þetta var svipað til að byrja með í öðrum leikhluta en um hann miðjan í stöðunni 29:30 tóku gestirnir góðan kipp og skoruðu átta stig í röð. Marinó Þór Pálmason lagaði stöðuna aðeins fyrir Skallagrím með tveggja stiga körfu á síðustu mínútunni og staðan í hálfleik 31:38 fyrir Sindra.  

Skallagrímur tapaði fyrir Sindra í sveiflukenndum leik - Skessuhorn