Íþróttir
Aamondae Coleman skoraði 19 stig gegn ÍR. Ljósm. karfan.is

Skagamenn töpuðu á móti ÍR

ÍR og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í Breiðholti. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan tímann í fyrsta leikhluta en höfðu samt ekki nema fjögurra stiga forskot þegar heyrðist í flautunni, staðan 15:11 fyrir ÍR. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta þar sem ÍR var ávallt skrefinu á undan en gestirnir hleyptu þeim þó ekki allt of langt frá sér og staðan í hálfleik 40:35 fyrir ÍR.

Skagamenn töpuðu á móti ÍR - Skessuhorn