Íþróttir
Snæfell er í smá brasi þessa dagana. Ljósm. sá

Fjórða tap Snæfells í röð

Leikmenn Snæfells í körfuknattleik gerðu sér ferð í höfuðborgina í gær þegar þeir léku á móti Ármanni í fyrstu deild karla og var leikurinn í Laugardalshöllinni. Snæfellingar fundu ekki alveg fjölina sína í byrjun leiks og lentu undir 10:2. Þeir náðu síðan að laga aðeins stöðuna með því að skora næstu fimm stig og staðan 10:7 eftir rúman þriggja mínútna leik. Eftir það voru þeir í vandræðum og þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn orðinn ellefu stig, staðan 25:14 fyrir Ármanni. Snæfell náði síðan að laga stöðuna í öðrum leikhluta og hafði jafnað metin um miðbik hans með góðum leik, staðan 28:28. Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn á milli liðanna fimm stig, 44:39 Ármanni í vil og allar líkur á spennandi viðureign í seinni hálfleik.

Fjórða tap Snæfells í röð - Skessuhorn