Íþróttir
Stelpurnar stóðu sig með prýði á mótinu. Ljósm. SA

Sundfólk ÍA gerði góða hluti á Íslandsmótinu

Tólf sundmenn frá ÍA tóku þátt á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Á mótinu voru 184 keppendur frá 15 félögum. Þrír Íslandsmeistaratitlar komu í hús hjá ÍA og átta unglingameistaratitlar. Samtals voru þetta ellefu gull, tólf silfur og ellefu brons yfir helgina. Einnig voru sett þrjú íslensk unglingamet, tíu Akranesmet, tvö náðu í A-landslið og ein í unglingalandslið.

Sundfólk ÍA gerði góða hluti á Íslandsmótinu - Skessuhorn