Íþróttir
Jaeden King skoraði 59 stig á móti Skallagrími en það dugði ekki til. Hér í leik gegn Hetti fyrr í vetur. Ljósm. sá

Skallagrímur vann sigur á Snæfelli í hörkuleik

Snæfell og Skallagrímur mættust í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Stykkishólmi. Gestirnir úr Borgarnesi byrjuðu betur og komust í 0-7 en Snæfell kom sér hægt og rólega inn í leikinn og komst fyrst yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Jaeden King hitti þá úr þriggja stiga skoti og kom heimamönnum í 20:17 en hann hafði þarna alls ekki sagt sitt síðasta orð í leiknum. Snæfell fylgdi þessu síðan vel eftir og hafði sjö stiga forystu eftir fyrsta fjórðung, staðan 31:24 Snæfelli í hag. Skallagrímsmenn voru fljótir til í öðrum leikhluta og staðan var jöfn eftir tæpan þriggja mínútna leik, 34:34. Liðin skiptust síðan á að ná forystu og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn aðeins eitt stig Snæfelli í vil, 50:49.

Skallagrímur vann sigur á Snæfelli í hörkuleik - Skessuhorn