Íþróttir

true

Skallagrímur vann sigur á Snæfelli í hörkuleik

Snæfell og Skallagrímur mættust í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Stykkishólmi. Gestirnir úr Borgarnesi byrjuðu betur og komust í 0-7 en Snæfell kom sér hægt og rólega inn í leikinn og komst fyrst yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Jaeden King hitti þá úr…Lesa meira

true

Silfur á Skagann á Íslandsmóti í tvímenningi í keilu

Helgina 4. og 5. nóvember fór fram Íslandsmót í tvímenningi í keilu í Egilshöll. Íslandsmótið var fremur erfitt þar sem langur olíuburður er á annarri brautinni en stuttur á hinni og reynir því á kænsku og heppni keppanda. ÍA átti fjögur pör af 17 á mótinu. Forkeppni og milliriðill fóru fram á laugardeginum og komust…Lesa meira

true

Hefja í kvöld aðaltvímenning BB

Í kvöld klukkan 20 hefst aðaltvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar. Um er að ræða fjögur stök kvöld þar sem árangur þriggja bestu telur til úrslita. Spilað er í Logalandi í Reykholtsdal og eru allir velkomnir. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar í mótinu fyrir ári síðan.Lesa meira

true

Fjórða tap Snæfells í röð

Leikmenn Snæfells í körfuknattleik gerðu sér ferð í höfuðborgina í gær þegar þeir léku á móti Ármanni í fyrstu deild karla og var leikurinn í Laugardalshöllinni. Snæfellingar fundu ekki alveg fjölina sína í byrjun leiks og lentu undir 10:2. Þeir náðu síðan að laga aðeins stöðuna með því að skora næstu fimm stig og staðan…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir Sindra í sveiflukenndum leik

Skallagrímur tók á móti liði Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins en gestirnir vöknuðu af værum blundi og höfðu náð að jafna metin í 8:8 um miðjan fyrsta leikhluta. Þegar leikhlutanum lauk var enn…Lesa meira

true

Fjölnir sigraði Skagamenn í spennuleik

ÍA og Fjölnir áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Mikil barátta var í fyrsta leikhluta, jafnt á flestum tölum og aðeins tvö stig skildu liðin að þegar honum lauk, staðan 15:17 fyrir Fjölni. Gestirnir voru sterkari í byrjun annars leikhluta og leiddu…Lesa meira

true

Forgjafarmót á Hamri í október

Pútthópur Hamars í Borgarbyggð æfir eins lengi úti og veður leyfir. Forgjafarmót var haldið 26. október. Til leiks mættu 15 karlar og 14 konur. Sigurvegari kvenna án forgjafar varð Katrín R. Björnsdóttir með 63 högg. Önnur var Ásdís B. Geirdal með 66 högg og þriðja Rannveig Lind Egilsdóttir með 67 högg. Hlutskörpust með forgjöf var…Lesa meira

true

Metfjöldi kylfinga og golfið er nú næstfjölmennasta íþróttagreinin

Golfíþróttin er í stöðugum vexti hér á landi og hafa kylfingar aldrei verið fleiri en nú. Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að um mitt þetta ár voru 24.201 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið og er golf því næst fjölmennasta íþróttagreinin sem stunduð er innan ÍSÍ, á eftir knattspyrnu þar sem…Lesa meira

true

Landsátak í sundi stendur yfir í nóvember

Syndum, landsátak í sundi, var ræst með formlegum hætti í Sundlaug Kópavogs í gær. „Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Þeir metrar sem landsmenn synda, á meðan á átakinu stendur, safnast saman og á forsíðu…Lesa meira

true

Skarphéðinn ráðinn sem aðalþjálfari kvennaliðs ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur sent út tilkynningu þess efnis að félagið hafi ráðið Skarphéðin Magnússon sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna fyrir næsta tímabil. Í henni segir að Skarphéðinn hafi verið einn af megin máttarstólpum félagsins til margra ára. „Hann mun leiða liðið inn í næsta tímabil í Lengjudeildinni. Skarphéðinn hefur þjálfað hjá ÍA undanfarin tíu ár, hann…Lesa meira