Íþróttir
Verðlaunahafar á forgjafarmóti Púttmóts Hamars í október. Á myndina vantar Rannveigu Lind Egilsdóttur, Gylfa Sveinsson og Guðmund Jónsson. Ljósm. Áslaug Þorsteinsdóttir.

Forgjafarmót á Hamri í október

Pútthópur Hamars í Borgarbyggð æfir eins lengi úti og veður leyfir. Forgjafarmót var haldið 26. október. Til leiks mættu 15 karlar og 14 konur. Sigurvegari kvenna án forgjafar varð Katrín R. Björnsdóttir með 63 högg. Önnur var Ásdís B. Geirdal með 66 högg og þriðja Rannveig Lind Egilsdóttir með 67 högg. Hlutskörpust með forgjöf var Dórota Gluszuk með 58 högg. Önnur var Sólrún A. Rafnsdóttir með 65 högg og þriðja Berghildur Reynisdóttir með 66 högg.

Forgjafarmót á Hamri í október - Skessuhorn