
Landsátak í sundi stendur yfir í nóvember
Syndum, landsátak í sundi, var ræst með formlegum hætti í Sundlaug Kópavogs í gær. „Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Þeir metrar sem landsmenn synda, á meðan á átakinu stendur, safnast saman og á forsíðu www.syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland,“ segir í tilkynningu frá ÍSÍ.