
Þórður Freyr var öflugur á móti Fjölni. Ljósm. karfan.is
Fjölnir sigraði Skagamenn í spennuleik
ÍA og Fjölnir áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Mikil barátta var í fyrsta leikhluta, jafnt á flestum tölum og aðeins tvö stig skildu liðin að þegar honum lauk, staðan 15:17 fyrir Fjölni. Gestirnir voru sterkari í byrjun annars leikhluta og leiddu með tíu stigum eftir rúman fimm mínútna leik, 21:31. Skagamenn létu þetta ekki á sig fá, náðu að jafna metin með 12-2 áhlaupi þegar tæpar tvær mínútur voru til hálfleiks og staðan hnífjöfn, 33:33. Jónas Steinarsson átti svo síðustu körfuna fyrir ÍA í fyrri hálfleik og sá til þess að munurinn var aðeins eitt stig á milli liðanna, hálfleikstölur 37:38 Fjölni í vil.