Íþróttir

true

„Við eigum klárlega heima í Lengjudeildinni“

Rætt við Skarphéðin Magnússon þjálfara kvennaliðs ÍA ÍA leikur í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í sumar eftir að hafa endað í 2. sæti í 2. deild á síðasta tímabili. Aðalþjálfari liðsins síðustu tvö ár var Magnea Guðlaugsdóttir en hún lét af störfum eftir síðasta tímabil og við starfinu tók Skarphéðinn Magnússon sem hefur þjálfað hjá…Lesa meira

true

Drífa með gull og silfur á Íslandsmótinu

Meistaramót Íslands í badminton var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Mótið var hið glæsilegasta og var þátttaka góð, fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Hafnarfjörðinn og var keppni jöfn og spennandi. Keppt var í þremur deildum; Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Gerda Voitechovskaja BH og…Lesa meira

true

Naumt tap ÍA gegn FH í spjaldaleik

Hátt í fimm hundruð áhorfendur voru mættir í Akraneshöllina í gær til að horfa á leik ÍA og FH í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin hófu leik af fullum krafti og áttu sitt hvort færið í upphafi leiks. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson lét boltann…Lesa meira

true

Halló-Ringó ´24 á Akureyri

Áhugafólk um ringó lagði um síðustu helgi leið sína á Akureyri. Þar fór fram vormót þeirra er ringóíþróttina stunda. Til leiks voru skráð níu lið frá fimm félögum. Leikið var í Akureyrarhöllinni, glæsileg aðstaða og samtímis var spilað á þremur völlum. Allur undirbúningur, framkvæmd og veitingar voru Akureyringum til fyrirmyndar. Við mótssetningu sagði Héðinn Svarfdal…Lesa meira

true

Valentin vann gull á Mjölni Open fimmta árið í röð

Stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi, Mjölnir Open, var haldið laugardaginn 20. apríl hjá íþróttafélaginu Mjölni í Öskjuhlíðinni en þetta var í 18. skiptið sem þetta mót var haldið. Alls voru rúmlega níutíu keppendur skráðir til leiks frá átta félögum víðs vegar um landið. Keppt var í tíu þyngdarflokkum í brasilísku jiu jitsu, sex hjá körlum og…Lesa meira

true

Gary Martin gengur til liðs við Víking Ólafsvík

Knattspyrnudeild Víkings Ó., Knattspyrnudeild Selfoss og knattspyrnumaðurinn Gary Martin hafa gert með sér samkomulag um að Gary gangi til liðs við Víking Ó. á láni og spili með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á FB síðu Víkings. „Gary þarf ekki að kynna fyrir áhugamönnum um íslenska knattspyrnu. Hann hefur leikið með ÍA, KR, Val,…Lesa meira

true

Skagakonur unnu ótrúlegan sigur í Mjólkurbikarnum

Það var boðið upp á spennu, dramatík og markaveislu í Akraneshöllinni þegar ÍA og Selfoss mættust í 1. umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Selfoss fékk þá hornspyrnu og skallaði fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir sem var á auðum sjó í teignum…Lesa meira

true

Skallagrímur úr leik eftir tap gegn Þór

Þór Akureyri og Skallagrímur tókust á í fimmtu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik á laugardagskvöldið. Leikið var í Höllinni fyrir norðan og voru yfir þrjú hundruð manns mætt til að horfa á leikinn og þriðjungurinn kom frá Borgarnesi. Skallarnir náðu að jafna metin í 2-2 í einvíginu síðasta miðvikudag…Lesa meira

true

Stefán Bjarki Akranesmeistari í pílu 2024

Akranesmeistaramótið í 501 í pílu var haldið um helgina í aðstöðu Pílufélags Akraness í gamla Sementinu við Mánabraut. 18 keppendur voru skráðir til leiks sem var ansi góð þátttaka. Spilað var í tveimur riðlum og síðan var 16 manna útsláttarkeppni eftir það. Margir voru að spila á sínu fyrsta meistaramóti hjá Pílufélagi Akraness og má…Lesa meira

true

Fengu gull á vorbikarmótaröð í hnefaleikum

Hnefaleikafélag Akraness sendi tvo keppendur á vorbikarmótaröð Hnefaleikasambands Íslands í vetur en það voru þeir Viktor Orri Pétursson sem keppti í -57 kg flokki í U19 og Björn Jónatan Björnsson sem keppti í -60 kg í U17. Þeir sigruðu báðir í sínum flokkum og fengu glæsilega bikara í verðlaun. Bikarmótaröðin er með því sniði að…Lesa meira