Íþróttir
Björn Jónatan og Viktor Orri með verðlaunin. Ljósm. FB síða HAK

Fengu gull á vorbikarmótaröð í hnefaleikum

Hnefaleikafélag Akraness sendi tvo keppendur á vorbikarmótaröð Hnefaleikasambands Íslands í vetur en það voru þeir Viktor Orri Pétursson sem keppti í -57 kg flokki í U19 og Björn Jónatan Björnsson sem keppti í -60 kg í U17. Þeir sigruðu báðir í sínum flokkum og fengu glæsilega bikara í verðlaun. Bikarmótaröðin er með því sniði að haldin eru þrjú mót með tveggja vikna millibili og var það síðasta haldið í lok febrúar. Mjög vel var mætt á mótin og greinilegt að áhuginn fór vaxandi með hverju móti.