Íþróttir
Stefán Bjarki með bikarinn. Ljósm. aðsend

Stefán Bjarki Akranesmeistari í pílu 2024

Akranesmeistaramótið í 501 í pílu var haldið um helgina í aðstöðu Pílufélags Akraness í gamla Sementinu við Mánabraut. 18 keppendur voru skráðir til leiks sem var ansi góð þátttaka. Spilað var í tveimur riðlum og síðan var 16 manna útsláttarkeppni eftir það. Margir voru að spila á sínu fyrsta meistaramóti hjá Pílufélagi Akraness og má með sanni segja að það hafi verið mikið um flott tilþrif. Siggi Tomm, sem hafði sigrað á mótinu undanfarin ár, var fjarverandi vegna meiðsla í baki og var það skarð fyrir skildi en það þýddi að nýr sigurvegari yrði krýndur.