
Skallagrímsmenn töpuðu í fimm leikja einvígi gegn Þór. Ljósm. glh
Skallagrímur úr leik eftir tap gegn Þór
Þór Akureyri og Skallagrímur tókust á í fimmtu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik á laugardagskvöldið. Leikið var í Höllinni fyrir norðan og voru yfir þrjú hundruð manns mætt til að horfa á leikinn og þriðjungurinn kom frá Borgarnesi. Skallarnir náðu að jafna metin í 2-2 í einvíginu síðasta miðvikudag með öruggum sigri, 99:73, og því var allt undir í þessum leik.