Íþróttir

true

Skallagrímur tapaði leik í toppslagnum

Skallagrímur mætti í gærkvöldi liði Árbæinga í toppslag A-riðils 4. deildar í knattspyrnu. Var leikurinn á Fylkisvellinum í Árbæ. Fyrir leikinn var Skallagrímur í öðru sæti deildarinnar og Árbæingar í því þriðja, tveimur stigum á eftir Skallagrími. Árbæingar byrjuðu leikinn betur og var það Eyþór Ólafsson sem skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu fyrir…Lesa meira

true

Brynjar Gauti genginn til liðs við Fram

Hinn þrítugi miðvörður, Brynjar Gauti Guðjónsson knattspyrnumaður frá Ólafsvík, er genginn í raðir Fram. Frá þessu er greint á fotbolti.net. Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið frá tímabilinu 2015, en áður spilað m.a. með Víkingi sem fyrirliði áður en hann fór til ÍBV. Hann lék 179 leiki fyrir Stjörnuna og skoraði…Lesa meira

true

Góður sigur Káramanna gegn ÍH

Kári vann á þriðjudagskvöldið góðan sigur á ÍH 4:2 í 3. deildinni í knattspyrnu í leik sem fram fór í Akraneshöllinni. Kári átti glimrandi leik í fyrri hálfleiknum og leiddi 3:0 í hálfleik. Komu öll mörkin á átta mínútna kafla í seinni hluta hálfleiksins. Andri Júlíusson braut ísinn á 28. mínútu. Hilmar Halldórsson bætti öðru…Lesa meira

true

Einar Margeir tekur þátt í Evrópumótinu í sundi

Í morgun hófst Evrópumeistaramót unglinga í sundi, en það fer fram í Rúmeníu. Alls taka 494 sundmenn frá 42 löndum þátt í mótinu. Fimm íslenskir keppendur eru mættir til leiks og á ÍA einn þeirra; Einar Margeir Ágústsson. Aðrir sundmenn frá Íslandi eru: Freyja Birkisdóttir Breiðabliki, Eva Margrét Falsdóttir ÍRB, Snorri Dagur Einarsson SH og…Lesa meira

true

Slakur leikur Skagamanna í Breiðholtinu

Skagamenn léku í gærkvöldi gegn Leikni og fór leikurinn fram í Breiðholtinu. Leikurinn var mikilvægur fyrr bæði lið í botnbaráttu Bestu deildar. Leiknismenn höfðu betur í leiknum og sigruðu 1:0. Leikurinn í heild sinni var ekki rismikill og úrslitin afleit fyrir Skagamenn. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleiknum og leikurinn í nokkru…Lesa meira

true

Tvö mörk í uppbótartíma færðu Skagakonum sigur

Það var magnaður uppbótartíminn þegar Skagakonur í meistaraflokki kvenna mættu stöllum sínum í Sindra frá Hornarfirði á Akranesvelli í gær. Þegar venjulegur leiktími var útrunnin leiddi Sindri 1:2, en á 91. mínútu jafnaði Ylfa Laxdal Unnarsdóttir metin eftir hornspyrnu og tveimur mínútum síðar á 93. mínútu átti Bryndís Rún Þórólfsdóttir frábæra sendingu fram völlinn á…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Víkingum

Víkingur Ólafsvík lék tvo leiki í síðustu viku í þriðju deildinni. Á miðvikudaginn gerður þeir góða ferð til Sandgerðis og sigruðu þar heimamenn í Reyni 4:3. Reynismenn fengu óskabyrjun þegar Anel Cranc varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 9. mínútu, en Andri Þór Sólbergsson náði að jafna metin fyrir Víkinga tíu mínútum síðar.…Lesa meira

true

Frábær síðari hálfleikur hjá Skagamönnum dugði ekki til

Skagamenn eru úr leik í Mjólkurbikarkeppni karla eftir að hafa tapað naumlega gegn Breiðabliki 2:3, í 16 liða úrslitunum á Akranesvelli í gærkvöldi, þar sem Blikar skoruðu sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks en hægt og rólega náði lið Blika tökum á leiknum enda um að ræða langbesta…Lesa meira

true

Kári þurfti að sætta sit við tap gegn botnliðinu

Eftir tvo sigurleiki í röð tapaði Kári óvænt gegn neðsta liði deildarinnar, Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið. Káramenn fengu draumabyrjun þegar Andri Júlíusson skoraði strax á 5. mínútu leiksins. Var það glæsimark með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu. En KH menn létu það ekki slá sig út af laginu og náðu að jafna á 18. mínútu…Lesa meira

true

Víkingar tapaði naumlega gegn KF

Víkingur frá Ólafsvík tapaði naumlega 2:3 gegn KF á Ólafsfirði í 2. deildinni í gær og skoruðu heimamenn sigurmarkið aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Heimamenn í KF náðu forytunni strax á 5. mínútu leiksins þegar Þorvaldur Daði Jónsson kom þeim yfir. En á 26. mínútu dró til tíðinda þegar Aron Elí Kristjánsson í liði KF…Lesa meira