Byrjunarlið Kára í leiknum gegn ÍH. Ljósm. Kári á FB.

Góður sigur Káramanna gegn ÍH

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Kári vann á þriðjudagskvöldið góðan sigur á ÍH 4:2 í 3. deildinni í knattspyrnu í leik sem fram fór í Akraneshöllinni. Kári átti glimrandi leik í fyrri hálfleiknum og leiddi 3:0 í hálfleik. Komu öll mörkin á átta mínútna kafla í seinni hluta hálfleiksins. Andri Júlíusson braut ísinn á 28. mínútu. Hilmar Halldórsson bætti öðru marki við aðeins tveimur mínútum síðar. Á 36. mínútu skoraði svo Arnar Már Kárason þriðja markið og allt stefndi í öruggan sigur.\r\n\r\nEn Káramenn slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik því á 55. mínútu minnkaði Pétur Hrafn Friðriksson muninn fyrir Íþróttafélag Hafnarfjarðar og á 68. mínútu var Pétur Hrafn aftur á ferðinni og staðan skyndilega orðin 3:2. En Andri Júlíusson gulltryggði svo sigurinn fyrir Káramenn með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu. Lokastaðan 4:2.\r\n\r\nKári er enn í 6. sæti 3. deildar eftir sigurinn en eru nú aðeins fjórum stigum frá efstu liðunum Víði og KFG.\r\n\r\nNæsti leikur Kára er gegn toppliði Víðis á Nesfisksvellinum í Garði laugardaginn 9. júlí nk. og hefst kl. 14:00.",
  "innerBlocks": []
}
Góður sigur Káramanna gegn ÍH - Skessuhorn