{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Hinn þrítugi miðvörður, Brynjar Gauti Guðjónsson knattspyrnumaður frá Ólafsvík, er genginn í raðir Fram. Frá þessu er greint á fotbolti.net. Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið frá tímabilinu 2015, en áður spilað m.a. með Víkingi sem fyrirliði áður en hann fór til ÍBV. Hann lék 179 leiki fyrir Stjörnuna og skoraði í þeim fimm mörk ásamt því að eiga stóran þátt í bikarmeistaratitli félagsins árið 2018. Hann fékk lítið að spila í upphafi tímabilsins og er nú kominn í Fram þar sem hann gerir samning út tímabilið 2024.\r\n\r\n„Brynjar Gauti hefur leikið yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi, fjölda evrópu- og bikarleikja ásamt því að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Ljóst er að mikil reynsla býr í varnarjaxlinum frá Ólafsvík. Þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildar binda miklar vonir við Brynjar Gauta og bjóða hann hjartanlega velkominn í Úlfarsárdalinn,“ sagði í færslu á FB síðu Fram.",
"innerBlocks": []
}