Eyþór Aron og Kaj Leó, sem skoraði bæði mörk Skagamanna í leiknum. Ljósm. úr safni/ Lárus Árni Wöhler.

Frábær síðari hálfleikur hjá Skagamönnum dugði ekki til

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagamenn eru úr leik í Mjólkurbikarkeppni karla eftir að hafa tapað naumlega gegn Breiðabliki 2:3, í 16 liða úrslitunum á Akranesvelli í gærkvöldi, þar sem Blikar skoruðu sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma.\r\n\r\nÞað var jafnræði með liðunum í byrjun leiks en hægt og rólega náði lið Blika tökum á leiknum enda um að ræða langbesta lið landsins í dag. Á 11. mínútu leiksins náðu þeir forystunni þegar Kristinn Steindórsson skoraði í fjærhornið. Eftir þetta höfðu þeir öll tök á leiknum en Skagamenn vörðust samt vel. En þeir komu engum vörnum við á 35. mínútu þegar Anton Logi Lúðvíksson skoraði með hnitmiðuðu skoti á nærstöng.  Skagamenn komust næst því að minnka muninn þegar Kaj Leo í Bartalstovu átti skot af löngu færi en fór beint í fang Antons Ara markvarðar Blika. Staðan 0:2 í hálfleik.\r\n\r\nSkagamenn fóru greinilega vel yfir stöðuna á hálfleik og komu grimmir til leiks og létu finna fyrir sér en það vantaði nokkuð upp á það í fyrri hálfleiknum. Þegar fimm mínútur voru liðnar af hálfleiknum fengu þeir vítaspyrnu þegar Gísli Laxdal var hindraður inni í vítateig. Kaj Leo í Bartalstovu steig á punktinn og skoraði af öryggi og staðan orðin 1:2. Við þetta voru Blikarnir slegnir út af laginu og áræðni Skagamanna jókst og á 74. mínútu átti Wout Droste langa sending fram völlinn og Anton Ari markvörður Blika kom vaðandi út úr vítateignum og missti af boltanum og Kaj Leo var fyrstur til að átta sig og náði boltanum og sendi hann í opið markið. Staðan orðin 2:2. Skömmu síðar þurfti Anton Ari að verja vel skot frá Inga Þór Sigurðssyni og allt gat gerst.\r\n\r\nNú var allt í járnum og leikurinn æsispennandi og liðin sóttu á víxl á næstu mínútum.  En skömmu eftir að Kaj Leo skoraði jöfnunarmarkið varð hann fyrir meiðslum og Skagamenn búnir með allar skiptingar sínar og hann haltraði um það eftir lifði leiks og gat lítið beitt sér. Þetta nýttu Blikar sér og á lokamínútu venjulegs leiktíma náði Gísli Eyjólfsson að setja boltann í fjærhornið og tryggja Blikum sigurinn.\r\n\r\nSkagamenn geta verið stoltir af frammistöðunni þrátt fyrir tapið. Eftir að hafa verið í varnarhlutverki í fyrri hálfleik létu þeir finna fyrir sér í síðari hálfleik og veittu Blikum verðuga keppni.\r\n\r\nNú tekur baráttan í Bestu deildinni við og liðsins bíður mjög mikilvægur leikur gegn Leikni í Breiðholtinu nk. mánudag. En það er áhyggjuefni að Skagamenn misstu þrjá lykileikmenn af velli í leiknum; þá Gísla Laxdal Unnarsson, Kaj Leo í Bartalstovu og Alex Davey. Meiðsli Daveys virtust alvarleg en vonandi að hinir tveir nái sér sem fyrst og verði klárir í leikinn í næstu viku.\r\n\r\nJón Þór Hauksson þjálfari Skagamanna sagði í viðtölum eftir leik að hann hefði verið óhress með mörkin sem liðið fékk á sig og taldi að hægt hefði verið að koma veg fyrir þau en var samt sáttur með baráttuna og þá sérstaklega í síðari hálfleik.",
  "innerBlocks": []
}
Frábær síðari hálfleikur hjá Skagamönnum dugði ekki til - Skessuhorn