
Byrjunarlið Kára. Ljósm. af FB síðu félagsins.
Kári þurfti að sætta sit við tap gegn botnliðinu
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Eftir tvo sigurleiki í röð tapaði Kári óvænt gegn neðsta liði deildarinnar, Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið. Káramenn fengu draumabyrjun þegar Andri Júlíusson skoraði strax á 5. mínútu leiksins. Var það glæsimark með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu. En KH menn létu það ekki slá sig út af laginu og náðu að jafna á 18. mínútu eftir laglegt spil í gegnum vörn Káramanna og var það Victor Páll Sigurðsson sem skoraði markið af stuttu færi. Liðin skiptust á um að sækja það sem eftir lifði hálfleiks án árangurs og staðan því jöfn í leikhléi 1:1.\r\n\r\nHlíðarendastrákarnir komu sprækari til leiks í síðari hálfleik og voru sterkari framan af hálfleiknum og Þurfti Dino Hodzic í marki Kára að verja vel í tvígang áður en KH náði nokkuð sanngjarnt forystunnu á 67. mínútu enda Káramenn búnir að vera hálfsofandi það sem af var hálfleiks. Það var Haukur Ásberg Hilmarsson sem skoraði markið einn og óvaldaður inni í vítateig Kára. Við þetta vöknuðu loks heimamenn og gerðu harða hríð að marki KH og markvörður þeirra þurfti að taka á öllu sínu til þess verja skot frá Andra Júlíussyni. Jöfnunarmark Kára lá í loftinu og það kom loksins á 78. mínútu. Þá skoraði Andri Júlíusson sitt annað mark er hann náði frákasti frá markverði og þrumaði boltanum upp í þaknetið. 2:2.\r\n\r\nNú var ekkert annað að gera fyrir Kára en að reyna að knýja fram sigurmarkið og þeir lögðu allt í sóknina en Hlíðarendapiltar vörðust vel og við bættist að skotnýting heimamanna var ekki góð. En á lokmínútu leiksins náði KH skyndisókn og voru nú skyndilega tveir sóknarmenn KH gegn einum varnarmanni Kára. Victor Páll Sigurðsson var með boltann og afgreiddi hann snyrtilega framhjá Dino Hodzic og tryggði KH sigurinn á lokaandartökum leiksins.\r\n\r\nSvekkjandi fyrir Kára að fá ekkert út úr leiknum. En þeir þurfa að sýna mun betri frammistöðu en þeir sýndu á föstudagskvöldið ef þeir ætla að endurheimta sæti sitt í 2. deildinni að ári. Varnarleikurinn var brotakenndur þá sérstaklega í mörkunum og Andri Júlíusson virðist nánast einn bera sóknarleikinn á herðum sér.\r\n\r\nNæsti leikur Kára er gegn Vængjum Júpiters fimmtudaginn 30. júní í Grafarvoginum og hefst leikurinn kl. 20:00.",
"innerBlocks": []
}