Víkingar tapaði naumlega gegn KF

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Víkingur frá Ólafsvík tapaði naumlega 2:3 gegn KF á Ólafsfirði í 2. deildinni í gær og skoruðu heimamenn sigurmarkið aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Heimamenn í KF náðu forytunni strax á 5. mínútu leiksins þegar Þorvaldur Daði Jónsson kom þeim yfir. En á 26. mínútu dró til tíðinda þegar Aron Elí Kristjánsson í liði KF fékk rauða spjaldið og heimamenn orðnir einum færri. Það nýttu Víkingar sér og á 30. mínútu leiksins náðu þeir að jafna metin þegar Brynjar Vilhjálmsson skoraði og staðan 1:1 í hálfleik.\r\n\r\nÁ 61. mínútu náðu heimamenn forystunni á nýjan leik með marki Julio Cesar Fernandes. En Víkingar gáfust ekki upp og náðu að jafna metin tíu mínútum fyrir leikslok þegar Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði úr vítaspyrnu. En þegar aðeins tvær mínútur lifðu leiks náðu heimamenn í KF að knýja fram sigur þegar Atli Snær Stefánsson skoraði sigurmarkið og þar við sat.\r\n\r\nSvekkjandi tap Víkinga að þessu sinni. Víkingar eru sem stendur í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 5 stig. Næsti leikur þeirra er gegn Reyni frá Sandgerði og fer hann fram syðra nk. miðvikudag 29. júní kl. 19:15.",
  "innerBlocks": []
}
Víkingar tapaði naumlega gegn KF - Skessuhorn