Tvö mörk í uppbótartíma færðu Skagakonum sigur
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Það var magnaður uppbótartíminn þegar Skagakonur í meistaraflokki kvenna mættu stöllum sínum í Sindra frá Hornarfirði á Akranesvelli í gær. Þegar venjulegur leiktími var útrunnin leiddi Sindri 1:2, en á 91. mínútu jafnaði Ylfa Laxdal Unnarsdóttir metin eftir hornspyrnu og tveimur mínútum síðar á 93. mínútu átti Bryndís Rún Þórólfsdóttir frábæra sendingu fram völlinn á Unni Ýr Haraldsdóttur, sem vippaði boltanum yfir markvörð Sindra og tryggði sigurinn 3:2 við mikinn fögnuð Skagakvenna.\r\n\r\nSkagakonur voru mun betri aðilinn í fyrra hálfleiknum og áttu meðal annars skot í þverslánna og önnur góð færi sem ekki nýttust. En Önnu Þóru Hannesdóttur tókst loks að brjóta ísinn á 40. mínútu með skallamarki eftir aukaspyrnu. Staðan því 1:0 í hálfleik.\r\n\r\nSindrakonur komu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og á 54. mínútu náðu þær að jafna leikinn í 1:1 með góðu skallamarki frá Samira Suleman. Eftir þetta var leikurinn í jafnvægi og heimakonur náðu ekki upp sama kraftinum og í fyrri hálfleik. Það var síðan á 86. mínútu sem Regielly Halldórsdóttir skoraði eftir klaufagang í vörn Skagakvenna og óvæntur sigur Sindra blasti við. En magnaðar lokamínútur færðu Skagakonum sigurinn eins og áður sagði.\r\n\r\nSkaginn fór upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum með 9 stig eftir fjóra leiki. Næsti leikur þeirra er gegn ÍR í Breiðholti fimmtudaginn 7. júlí nk.",
"innerBlocks": []
}